Hákarla- Jörundur

Ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns

Jörundur Jónsson fór sem fátækur unglingur að heiman frá Kleifum í Ólafsfirði. Honum tókst að brjótast úr hlekkjum fátæktar og og verða sjálfstæður útgerðarmaður. Hann efnaðist og árið 1862 settist hann að í Hrísey með fjölskyldu sinni. Þar hélt velgengni hans áfram og Jörundur gat sér orð fyrir að vera einn fengsælasti hákarlaveiðimaður landsins, áræðinn og farsæll skipstjóri.