Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hákarla- Jörundur

Ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns

Jörundur Jónsson fór sem fátækur unglingur að heiman frá Kleifum í Ólafsfirði. Honum tókst að brjótast úr hlekkjum fátæktar og og verða sjálfstæður útgerðarmaður. Hann efnaðist og árið 1862 settist hann að í Hrísey með fjölskyldu sinni. Þar hélt velgengni hans áfram og Jörundur gat sér orð fyrir að vera einn fengsælasti hákarlaveiðimaður landsins, áræðinn og farsæll skipstjóri.