Kormákseðli þjóðskáldsins
Í ævisögu Davíðs Stefánssonar, Snert hörpu mína, sem út kom árið 2007 er lítið fjallað um náin samskipti hans við konur. Davíð var fámáll um einkalíf sitt og lengst af hefur lítið verið vitað með vissu um samskipti skáldsins við hitt kynið. Margt hefur þó verið sagt og skrifað um ástarmál Davíðs, oftar en ekki byggt á hæpnum forsendum.