Handbók gullgrafarans
Milla og Guðjón G. Georgsson komast yfir áratuga gamalt fjársjóðskort. Við leitina að fjársjóðnum átta þau sig fljótlega á því að einhver fylgist með þeim. Fyrsta bókin um krakkana í Álftabæ, Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin og önnur bókin, Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf, hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur.