Hanni Granni dansari

Hanni granni dansari er sjötta bókin í sagnaflokknum vinsæla um Stellu og fjölskyldu hennar: mömmu klikk, pabba prófessor, ömmu best og ömmu Köben, bræðurna Sigga og Palla, og nýfæddu tvíburana, auk vinanna og Þórs, sem stundum er kærasti Stellu og stundum ekki. Nú fær Hanni granni loksins sína sögu og óhætt er að segja að níski nágranninn, sem er alveg að verða hluti af fjölskyldunni, komi hér rækilega á óvart.

Útgáfuform

Kilja (vasabrot)

  • ISBN 9789979347521