Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Harry Potter og fanginn frá Azkaban

  • Höfundur J.K. Rowling
  • Þýðandi Helga Haraldsdóttir
Forsíða bókarinnar

Hættulegasti fangi allra tíma, Sirius Black, gamall félagi Voldemorts, hefur sloppið úr hinu rammgerða fangelsi Azkaban – og virðist vera að leita uppi Harry Potter. Harry og vinir hans mega því búast við hinu versta nú þegar þau hefja þriðja árið sitt í Hogwarts-skólanum.

Hættulegasti fangi allra tíma, Sirius Black, gamall félagi Voldemorts, hefur sloppið úr hinu rammgerða fangelsi Azkaban – og virðist vera að leita uppi Harry Potter. Harry og vinir hans, Ron Weasley og Hermione Granger, mega því búast við hinu versta nú þegar þau hefja þriðja árið sitt í Hogwarts-skólanum.

Af þessum ástæðum eru svokallaðar vitsugur sendar til að gæta Hogwarts, skelfilegar verur sem eru á sveimi um skólalóðina og soga sálirnar úr mönnum. Og í fyrsta tímanum sér Trelawney prófessor fyrirboða um dauða í telaufum Harrys.