Niðurstöður

  • J. K. Rowling

Harry Potter og fanginn frá Azkaban

myndskreytt útgáfa

Stórglæsileg myndskreytt útgáfa af þriðju bókinni í ritröðinni um Harry Potter, stútfull af töfrum úr pensli Jims Kay, handhafa Kate Greenaway-verðlaunanna. "Stórfenglegt" Telegraph

Harry Potter og fanginn frá Azkaban

Hættulegasti fangi allra tíma, Sirius Black, gamall félagi Voldemorts, hefur sloppið úr hinu rammgerða fangelsi Azkaban – og virðist vera að leita uppi Harry Potter. Harry og vinir hans mega því búast við hinu versta nú þegar þau hefja þriðja árið sitt í Hogwarts-skólanum.

Harry Potter og Fönix­reglan

Þegar vitsugur ráðast á Harry og Dudley í sumarfríinu gerir hann sér grein fyrir því að Voldemort og fylgdarlið hans mun svífast einskis til að ná völdum og knésetja hann. Í Hogwarts er allt í uppnámi vegna yfirvofandi endurkomu Voldemorts og Harry, Hermione og Ron þurfa að taka til sinna ráða.

Jólasvínið

Jack á sér uppáhaldsleikfang - lítið tuskusvín. Svínið hefur fylgt honum alla tíð, í gegnum súrt og sætt. Þangað til aðfangadagskvöld eitt að hið hræðilega gerist: svínið týnist. Jólasvínið er fyrsta skáldsaga J.K. Rowling fyrir börn og unglinga eftir að hún lauk við Harry Potter.