Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Harry Potter og Fönix­reglan

  • Höfundur J.K. Rowling
  • Þýðandi Helga Haraldsdóttir
Forsíða bókarinnar

Þegar vitsugur ráðast á Harry og Dudley í sumarfríinu gerir hann sér grein fyrir því að Voldemort og fylgdarlið hans mun svífast einskis til að ná völdum og knésetja hann. Í Hogwarts er allt í uppnámi vegna yfirvofandi endurkomu Voldemorts og Harry, Hermione og Ron þurfa að taka til sinna ráða.

Þegar tvær vitsugur ráðast á Harry og Dudley í sumarfríinu, og Harry þarf að koma fyrir dómstól galdramálaráðuneytisins í kjölfarið, gerir hann sér grein fyrir því að Voldemort og fylgdarlið hans mun svífast einskis til að ná völdum og knésetja hann. En óvænt aðstoð berst frá Fönix-reglunni, leynireglu sem starfar gegn hinum myrku öflum og hefur aðsetur á æskuheimili Siriusar Black, guðföður Harrys. Í Hogwarts er allt í uppnámi vegna yfirvofandi endurkomu Þess-sem-ekki-má-nefna og þegar nýi kennarinn í vörnum gegn myrku öflunum reynist óhæfur þurfa Harry, Hermione og Ron að taka til sinna ráða. Þau fá skólafélaga sína með sér í lið, meðal annars Cho Chang, sem vekur upp nýjar tilfinningar hjá Harry.