Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Heiðríkja

Forsíða bókarinnar

Gamlir vinir úr háskóla halda til Hjaltlandseyja til að vera við brúðkaup. Um nótt hverfur ein úr hópnum, Eleanor, sporlaust. Lögregluforinginn Jimmy Perez er sannfærður um að meira búi að baki hvarfi Eleanor en virðist við fyrstu sýn. Hafði hún komist á snoðir um gamalt leyndarmál sem var svo ískyggilegt að það kallaði á morð?

.....

Gamlir vinir úr háskóla halda til Hjaltlandseyja til að vera við brúðkaup. En á brúðkaupsnóttinni hverfur ein úr hópnum, Eleanor, eins og hún hafi gufað upp. Áður en hún hvarf hafði Eleanor sagt að hún hefði séð draug barns á staðnum þar sem það drukknaði fyrir mörgum árum. Lögregluforinginn Jimmy Perez er sannfærður um að meira búi að baki hvarfi Eleanor en virðist við fyrstu sýn. Hafði hún komist á snoðir um gamalt leyndarmál sem var svo ískyggilegt að það kallaði á morð?

Mögnuð spennusaga um togstreituna milli gamalla hefða og nútímans og áhrifin sem skuggar fortíðar geta haft í samtímanum.

Ann Cleeves er einn virtasti glæpasagnahöfundur heims. Bækur hennar um lögregluforingjann Jimmy Perez, sem gerast á Hjaltlandseyjum (Shetland), hafa slegið í gegn. Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur gert vandaða sjónvarpsþætti eftir sögunum sem njóta mikilla vinsælda víða um heim.

„Afar fáir rithöfundar í heiminum eru fremri Ann Cleeves í persónusköpun.“ – Daily Express

„Afburða snjall söguþráður.“ – Publishers' Weekly

„Cleeves er ... hin nýja drottning sakamálasagnanna.“ – Sunday Mirror