Höfundur: Ann Cleeves

Fiðrildafangarinn

Líkfundur raskar friðsældinni í Dalbæ, litlu samfélagi í Norðymbralandi. Áður en langt um líður finnst annað lík. Það eina sem fórnarlömbin virðast eiga sameiginlegt er ástríða fyrir fiðrildum. Þegar Vera Stanhope fer að að rannsaka málið kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í Dalbæ.

Nákuldi

Á dimmum vetrardögum á Hjaltlandi veldur úrhellisrigning geysimikilli aurskriðu. Við greftrun gamls vinar verður Jimmy Perez vitni að því þegar leðjan og móríkt vatnið hrífa með sér gamalt smábýli. Í rústunum finnur Perez lík dökkhærðrar konu í rauðum silkikjól.

Straumhvörf

Fyrir fimmtíu árum kom hópur unglinga saman um helgi á Holy Island og myndaði náin tengsl. Síðan hefur hópurinn hist þar á fimm ára fresti til að fagna vináttunni og minnast vinarins sem drukknaði við fyrstu endurfundina. Þegar einn úr hópnum finnst hengdur er lögreglan kölluð til. Rannsókn Veru Stanhope leiðir fljótlega í ljós ...

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Eldhiti Ann Cleeves Ugla Vegna hins góða orðspors sem fer af Hjaltlandseyjum ákveður ensk fjölskylda að flytja þangað með það fyrir augum að skapa betri aðstæður til að ala upp einhverfan son sinn. En þegar lík ungrar barnfóstru drengsins finnst hangandi í hlöðunni við heimilið fara á flug sögusagnir um að barnfóstran og heimilisfaðirinn hafi átt í ástarsambandi.
Fiðrildafangarinn Ann Cleeves Ugla Líkfundur raskar friðsældinni í Dalbæ, litlu samfélagi í Norðymbralandi. Áður en langt um líður finnst annað lík. Það eina sem fórnarlömbin virðast eiga sameiginlegt er ástríða fyrir fiðrildum. Þegar Vera Stanhope fer að að rannsaka málið kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í Dalbæ.
Heiðríkja Ann Cleeves Ugla Gamlir vinir úr háskóla halda til Hjaltlandseyja til að vera við brúðkaup. Um nótt hverfur ein úr hópnum, Eleanor, sporlaust. Lögregluforinginn Jimmy Perez er sannfærður um að meira búi að baki hvarfi Eleanor en virðist við fyrstu sýn. Hafði hún komist á snoðir um gamalt leyndarmál sem var svo ískyggilegt að það kallaði á morð?
Ládeyða Ann Cleeves Ugla Lögregluforinginn Jimmy Perez á Hjaltlandseyjum hefur lítið sinnt vinnunni eftir andlát unnustu sinnar. En þegar blaðamaður finnst myrtur í bát í höfninni vill hann ólmur taka þátt í rannsókninni. Blaðamaðurinn var frá eyjum en hafði haslað sér völl í Lundúnum. Í ljós kemur að hann var að rannsaka mál tengt olíu- og gasfyrirtækjum í Norðursjó. V...
Lengsta nóttin Ann Cleeves Ugla Í þéttri snjókomu hugsar Vera Stanhope um það eitt að komast sem fyrst heim. En hún villist af leið og allt í einu blasir við henni yfirgefin bifreið í vegkantinum. Í bílnum reynist vera ungbarn. Vera tekur barnið með sér svo það frjósi ekki í hel og ekur að gömlu setri. Þar liggur andvana kona í snjónum. Gæti hún verið móðir barnsins?
Mávurinn Ann Cleeves Ugla Lögreglumaður, sem dæmdur var í fangelsi fyrir spillingu, kveðst búa yfir upplýsingum sem gætu leitt til þess að gamalt mannshvarf upplýsist. Hann vísar Veru á staðinn þar sem finna megi lík mannsins. En við uppgröft koma óvænt í ljós tvær beinagrindur. Rannsóknin vindur upp á sig og tengist með óþægilegum hætti nánum vinum Hectors, föður Veru.
Nákuldi Ann Cleeves Ugla Á dimmum vetrardögum á Hjaltlandi veldur úrhellisrigning geysimikilli aurskriðu. Við greftrun gamls vinar verður Jimmy Perez vitni að því þegar leðjan og móríkt vatnið hrífa með sér gamalt smábýli. Í rústunum finnur Perez lík dökkhærðrar konu í rauðum silkikjól.