Kvein gráhegrans
Það er steikjandi hiti í Norður-Devon á Englandi og ferðamenn flykkjast að ströndinni. Lögregluforinginn Matthew Venn er kallaður út á vettvang glæps í húsi listamanna úti í sveit. Þar blasir við honum sviðsett morð. Maður að nafni Nigel Yeo hefur verið stunginn til bana með broti úr glerlistaverki dóttur sinnar.