Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Heimsins hnoss

Söfn efnismenningar, menningararfur og merking

  • Ritstjórar Davíð Ólafsson og Kristján Mímisson
Forsíða bókarinnar

Í þessari sýnisbók birtast greinar eftir hóp fræðimanna sem varpa ljósi á efnislegar eigur fólks á Íslandi á 18. og 19. öld. Til grundvallar liggja ólíkar gerðir munasafna, annars vegar gripir varðveittir á Þjóðminjasafni Íslands og hins vegar skráningar á dánarbúum 30 þús. Íslendinga varðveittar á Þjóðskjalasafni Íslands.