Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Heyrnarlaust lýðveldi

Forsíða kápu bókarinnar

Nýstárleg og áhrifamikil ljóðabók sem fjallar um atburði í ónefndum bæ á stríðstímum. Frásagnaraðferð skáldsins er bæði sérstæð og hrífandi, enda hefur bókin hlotið einróma lof og verið tilnefnd til verðlauna.

Þegar innrásarlið drepur heyrnarlausan dreng, verður byssuskotið það síðasta sem bæjarbúar heyra – allir missa heyrnina, en angist, reiði, skelfing og uppgjöf eru látin í ljós á táknmáli. Ljóðin eru tilfinningarík og dansa frjálslega á mörkum frásagnar og leikrits. Bókin fjallar á einstakan hátt um ást og umhyggju andspænis hatrömmum átökum sem hafa hörmulegar afleiðingar. Viðfangsefnið er sígilt, staða óbreyttra borgara þegar lífi þeirra er skyndilega umturnað vegna stríðsátaka og engin leið virðist til bjargar.

Ilya Kaminsky fæddist árið 1977 í Úkraínu, sem þá var hluti af Sovétríkjunum, en fluttist til Bandaríkjanna með foreldrum sínum ungur að árum og skrifar á ensku. Verðlaunabók hans Dansað í Ódessa kom út í íslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar og Sölva Björns Sigurðssonar árið 2018.