Höfundur: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Enginn Svein Nyhus Dimma Falleg og skemmtileg myndabók eftir einn fremsta höfund Norðmanna. Hér segir frá Engum sem býr einn í húsinu sínu og er svolítið einmana, en svo hittir hann Einhvern. Hnittin frásögn og frábær leikur með orð í leiðinni. Sannkallað meistaraverk.
Heimurinn er hornalaus Svein Nyhus Dimma Ljóðræn og hrífandi bók fyrir unga lesendur, en líka þá sem eldri eru. Viktor situr ofan í pappakassa og hugsar, en um leið fáum við að kynnast heimsmynd hans. Svein Nyhus er einn þekktasti barnabókahöfundur Norðmanna.
Sagði mamma Hal Sirowitz Dimma Óvenjulegt og gáskafullt ljóðasafn þar sem hversdagsleg heilræði eru sett í broslegt samhengi. Efnið kemur kunnuglega fyrir sjónir því margt er líkt með mæðrum og sonum hvar sem er í heiminum. Ást og umhyggja eru auðvitað af hinu góða, en stundum virðist samt of langt gengið. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2001, hlaut rífandi viðtökur og k...
Sagði sálfræðingurinn minn Hal Sirowitz Dimma Bandaríska skáldið Hal Sirowitz fylgdi metsölubókinni Sagði mamma eftir með þessari bráðfyndnu og einstöku bók. Hér úir og grúir af svörtum húmor og hin óborganlega mamma er ætíð í nánd til að gefa góð ráð eða gagnrýna. Eins bregður pabba fyrir með sín föðurlegu heilræði og kaldhæðni. Samtölin við sálfræðinginn eru þó í fyrirrúmi og vandamálin s...
Stjarnan í austri Mæja mey á norðurslóðum Geirr Lystrup Dimma Falleg jólasaga um Mæju mey og barnið, byggð á gömlum helgisögnum og ævintýrum, og gerist í vetrarríki á norðurslóðum. Inn í söguna fléttast sextán söngljóð, samin við rússnesk þjóðlög. Geisladiskur fylgir bókinni! Flytjendur: Aðalsteinn Ásberg, Þorgerður Ása, Sönghópurinn við Tjörnina og hljómsveit.
Úr vonarsögu Hanne Bramness Dimma Ljóðaflokkur þar sem vonin sjálf er undirliggjandi og mikilvægt afl til mótvægis við atburði sem eiga sér stað á yfirborðinu. Á markvissan hátt vinnur skáldið úr minningabrotum úr æsku og fléttar saman hinu kunnuglega og því sem er framandi. Hanne Bramness er eitt þekktasta samtímaskáld Norðmanna.
Vendipunktar Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Dimma Hvar í lífinu leynast vendipunktarnir sem geta sett okkur út af sporinu og markað nýtt upphaf eða óvænt endalok? Í sjö áhrifaríkum smásögum opnar höfundur lesendum dyr að tímabundnum viðkomustöðum margra ólíkra persóna. Reykjavík nútímans, gamalt hótel í New York, afskekkt sjávarpláss á Íslandi, eldhús fáránleikans á grískri eyju og bókastofa ef...
Það sem hverfur What disappears / Ce qui disparaît / Was verschwindet Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Dimma Tvímála ljóðaútgáfa ásamt fjölda ljósmynda af íslenskum eyðibýlum. Verk sem býr yfir miskunnarlausri fegurð hnignunar sem höfundarnir fanga með eftirminnilegum hætti. Tregablandin ljóð kallast á við áhrifamiklar myndir og hreyfa svo sannarlega við lesandanum. Fæst með þýðingum á ensku, frönsku og þýsku!