Höfundur: Herborg Árnadóttir

Amelía og Óliver

Amelía og Óliver er fyrst og fremst hugljúf saga um vináttu og leikgleði. Að auki þjálfar hún orðaforða með orðum sem börn heyra síður í töluðu máli en eru mikilvæg þegar kemur að því að lesa sér til gagns. Systkinin Amelía og Óliver eru úti að leika og hitta tröll. Fyrst verða þau hrædd en sjá svo að tröllið vill bara leika.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Hinn eini sanni jólasveinn Hjalti Halldórsson Bókabeitan Jólympíuleikarnir! Matthildur var svo viss um að það væri frábær hugmynd að láta jólasveinana keppa í alls konar jólaþrautum í sjónvarpinu. Þá myndu þeir hætta að rífast um hver væri mestur og bestur. Jólaandinn færðist aftur yfir bæinn og pabbi héldi starfinu hjá sjónvarpsstöðinni. En núna er allt farið í vaskinn.
Ljósaserían: Ráðgátugleraugun Kristín Björg Sigurvinsdóttir Bókabeitan Aníta er ósátt við að Andri, litli bróðir hennar, fái að fara með í gistingu til ömmu og afa. Hún fær þó um annað að hugsa þegar fjarstýrður bíll og tvær Syrpur hverfa á dularfullan hátt. Svo dregur amma fram ráðgátugleraugun.