Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hin óhæfu

  • Höfundar Michael Hjorth og Hans Rosenfeldt
  • Þýðandi Snæbjörn Arngrímsson
Forsíða bókarinnar

Bækur Hjorths og Rosenfeldts um sálfræðinginn Sebastian Bergman hafa farið sannkallaða sigurför um heiminn. Hin óhæfu er fimmta bókin í röðinni.

Þekktur leikari finnst myrtur í skóla. Hann hefur verið bundinn við stól í kennslustofu og skotinn með kindabyssu en með trúðahúfu á höfði. Á bak hans er heftað prófblað með spurningum um almenn þekkingaratriði og virðist hinn myrti hafa fengið falleinkunn.

Í kjölfarið finnast fleiri myrt með sama hætti – allt fólk sem er þekkt úr fjölmiðlum. Lögreglan leitar eftir upplýsingum en Sebastian Bergman, sálfræðingur lögreglunnar, veitir athygli innsendum, nafnlausum greinum í dagblöðum þar sem býsnast er yfir slakri almennri þekkingu hjá þeim sem virðast vera fyrirmyndir ungu kynslóðarinnar.

Snæbjörn Arngrímsson þýddi.

„Það er engin leið að hætta að lesa bækurnar um Sebastian Bermgan.“ Westdeutsche Zeitung, Þýskalandi

„Hin óhæfu er án nokkurs vafa glæpasaga vorsins! Höfundatvíeykið skrifar einungis gæðakrimma.“Verdens Gang, Noregi

„Með Hinum óhæfu – fimmtu bók sinni um sálfræðinginn Sebastian Bergman – sýna Hjorth og Rosenfeldt og sanna að þeir geta ekki aðeins skemmt lesendum heldur hafa þeir líka hæfileika til þess að umfaðma persónur sínar svo að þær standa manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum með sínar góðu og slæmu hliðar sem er sjaldgæft í heimi glæpasagna.“ Berlingske Tidende, Danmörku