Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hittu mig í Hellisgerði

Forsíða kápu bókarinnar

Bráðskemmtileg og rómantísk vetrarsaga. Jólin hafa verið eyðilögð fyrir Snjólaugu. Barnsfaðir hennar ætlar að vera erlendis með dóttur þeirra í þrjár heilar vikur yfir hátíðarnar og Snjólaug sér fram á afar einmanalegt aðfangadagskvöld. En þá fær hún hugljómun: Hún ætlar að finna ástina í tæka tíð fyrir klukknahringinguna í Ríkisútvarpinu.