Stjörnurnar yfir Eyjafirði
Notaleg, fyndin og rómantísk jólasaga, sjálfstætt framhald hinnar vinsælu Hittu mig í Hellisgerði. Valería er búin að fá nóg af bæði brauðtertum og blessaðri móður sinni og stekkur því á nýtt starf í Jólagarðinum en því fylgir bæði íbúð og langþráð sjálfstæði. Og ekki líður á löngu þar til ástarhjólin fara að snúast í Eyjafjarðarsveit.