Höfundur: Ása Marin

Sjávarhjarta

Ása Marin er að góðu kunn fyrir heillandi skáldsögur sínar um ævintýri á framandi slóðum. Hér segir frá Díu sem fer í sannkallaða draumasiglingu um Karíbahafið með sínum ástkæra Viðari. Litríkt mannlíf og gómsætur matur eyjanna standa sannarlega undir væntingum, en dularfull og daðurgjörn kona úr fortíðinni setur strik í reikninginn.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Elsku sólir Ása Marin Forlagið - JPV útgáfa Systurnar Ársól og Sunna þurfa að halda fyrirvaralaust til Spánar til að hitta móður sína sem er við dauðans dyr. Æskuvinkona móðurinnar slæst með í för en í Andalúsíu tekur við atburðarás sem engin þeirra átti von á. Elsku sólir er spennandi saga sem fer með lesanda um heillandi borgir og blómlegar sveitir Andalúsíu.
Sjávarhjarta Ása Marin Forlagið - JPV útgáfa Ása Marin er að góðu kunn fyrir heillandi skáldsögur sínar um ævintýri á framandi slóðum. Hér segir frá Díu sem fer í sannkallaða draumasiglingu um Karíbahafið með sínum ástkæra Viðari. Litríkt mannlíf og gómsætur matur eyjanna standa sannarlega undir væntingum, en dularfull og daðurgjörn kona úr fortíðinni setur strik í reikninginn.
Yfir hálfan hnöttinn Ása Marin Forlagið - JPV útgáfa Júlía situr í flugvél á leið til Víetnam og vonar að þar verði tekið á móti henni með bónorði. Eða var Ari nokkuð að segja henni upp með miðanum sem hann skildi eftir á eldhúsbekknum, rétt fyrir tíu ára sambandsafmælið? Hér fer saman spennandi og tilfinningarík saga úr umhverfi þar sem fólkið er áhugavert, landið fagurt og maturinn gómsætur.