Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hjónaband rauðu fiskanna

  • Höfundur Guadalupe Nettel
  • Þýðandi Kristín Guðrún Jónsdóttir
  • Ritstjóri Ásdís R. Magnúsdóttir
Forsíða bókarinnar

Smásögur Guadalupe Nettel frá Mexíkó hafa vakið mikla athygli. „Tengsl dýra og manna geta verið jafn flókin og þau sem sameina okkur mannfólkið“, skrifar hún. Sögurnar fjalla um hliðstæða hegðun dýra og manna.

Höfundurinn kafar í leyndustu kima mannssálarinnar og fléttar örlög manneskjunnar við lífshætti bardagafiska, kakkalakka, katta og fleiri dýra.