Niðurstöður

  • Kristín Guðrún Jónsdóttir

Á fjarlægum ströndum – tengsl Spánar og Íslands í tímans rás

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Safn greina eftir 14 höfunda um samskipti Spánar og Íslands í tímans rás. Sagt er frá ferðum um Jakobs-veginn fyrr og nú, hvalveiðum Spánverja við Íslandsstrendur, gömlum orðasöfnum, saltfisksölu, íslenskum sjálfboðaliðum í spænsku borgarastyrjöldinni, íslenskum gítarnemum, sólarlandaferðum, spænskukennslu á Íslandi, þýðingum bókmenntaverka o.fl. Einnig eru minningabrot Spánver...

Fríða og dýrið – Franskar sögur og ævintýri fyrri alda

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Hér er að finna úrval franskra texta frá 12. til 18. aldar: stuttar ljóðsögur, fábyljur, dæmisögur, ævintýri og smásögur. Þar eru verk eftir óþekkta höfunda en einnig Marie de France, Jean Bodel, Marguerite de Navarre, Bonaventure des Périers, Charles Sorel, Mme de Lafayette, Mme d’Aulnoy, Charles Perrault, François Fénelon, Mme Leprince de Beaumont, Voltaire og Mme de Staël.

Smárit - Hvers vegna hræðumst við ímyndunaraflið? Af siðaskiptum og fagurfræði

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Hér er á ferðinni smárit í nýrri ritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þetta rit er þýðing á verki danska heimspekingsins og guðfræðingsins Dorthe Jørgensen um áhrif siðaskiptanna á stöðu ímyndunaraflsins.

Smárit - Kynlíf og lygar. Samfélagseymd Marokkó

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Hér er á ferðinni smárit í nýrri ritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þetta rit er þýðing á verki fransk-marokkóska rithöfundarins og blaðakonunnar Leïla Slimani um tvöfalt siðgæði í kynferðismálum í Marokkó.

Smárit Stofnun­ar Vigdísar Finnbogadóttur - Þrjú rit

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Hér er á ferðinni ný ritröð sem ætlað er að miðla alls kyns fróðleik um ólíka menningarheima og hugsun. Í fyrstu þremur ritunum er að finna þýddar ritgerðir eftir þrjá höfunda. Þeir eru danski heimspekingurinn og guðfræðingurinn Dorthe Jørgensen, fransk-marokkóski rithöfundurinn og blaðakonan Leïla Slimani og Kínafræðingurinn Simon Leys.

Smárit - Þrjár esseyjur úr bókinni Salur Gagnleysisins

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Hér er á ferðinni smárit í nýrri ritröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Í þessu riti má finna þýðingar á fáeinum esseyjum eftir belgíska Kínafræðinginn Simon Leys.

Sögur Belkíns

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Sögur Belkíns er fyrsta prósaverkið sem Aleksander Púshkín lauk við. Brugðið er á leik með þekkt stef, s.s. rómantíska hetju, draugasöguna, hugljúfar ástir og óvænt endalok. Sögurnar eru fullar lífsgleði, glettni og umhyggju fyrir sögupersónum og höfðu sumar ófyrirséð áhrif á rússneskar bókmenntir. Eftirmáli um verkið fylgir þýðingunni.