Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hlaupavargur

Forsíða kápu bókarinnar

Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022.

Ulf Norrstig, skógarvörður á eftirlaunum, er sögumaðurinn í þessu magnaða skáldverki Kerstin Ekman sem gerist í skógum nyrðra Helsingjalands í Svíþjóð. Eftir fundinn með varginum fer hann að skoða hug sinn til veiða, dýranna og skógarins. Gömul minni kallast fram í huga hans.

„Þá kom hann út. Svo eðlilega eins og ekkert væri sjálfsagðara; þessi veröld var hans. Hann kom út úr skóginum aðeins lengra frá en þar sem slóðin eftir skíðin mín var. Hann staldraði aðeins á milli einirunna og lágvaxinnar furu og horfði gaumgæfilega yfir snjóhvíta og frekar takmarkaða víðáttu mýrarinnar. Hann sneri höfðinu þannig að ég gat séð á vangann og íðilfagurt trýnið, bratt ennið og upprétt eyrun.“

Kerstin Ekman (f. 1933) er einn virtasti skáldsagnahöfundur Svíþjóðar. Hún hefur meðal annars hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og tvívegis August-verðlaunin í Svíþjóð. Bækur hennar hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál. Hlaupavargur er fjórða bókin sem kemur út eftir hana á íslensku en hinar eru Atburðir við vatn, Miskunnsemi guðs, báðar í þýðingu Sverris Hólmarssonar, og Gáruð vötn í þýðingu Höllu Sverrisdóttur.