Hlér

Forsíða kápu bókarinnar

Náttúra, maður og mannshugur hafa verið yrkisefni Hrafns Andrésar og ráðið miklu um svip ljóða hans. Í þeim er líf af ætt óróans, jafnt í gleði sem sorg. Undiralda ljóðaflokksins Hlés er harmur og þungbær reynsla en ljóðin eru einlæg úrvinnsla föður sem missti son sinn barnungan. Ljóðin bera vitni um mikla ást, missi og lífskraft minninga.