Blátt áfram
Sjálfsævisaga
Bjarni Eiríkur var lesblindur en tókst með harðfylgi að sigrast á þeim fjanda. Hann lauk kennaraprófi, kenndi í Hveragerði, var skólastjóri í Þorlákshöfn og lærði náms- og starfsráðgjöf. Hann var góður tónlistarmaður og á dansgólfinu heillaði hann dömurnar með fótafimi og þokka. Það sem stendur þó upp úr á æviferli Bjarna er án efa hestamennskan.