Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hvað ef?

Róm hefði ekki fallið, Hitler hefði unnið, Bítlarnir hefðu aldrei verið til og fleiri sagnfræðilegar vangaveltur

  • Höfundur Valur Gunnarsson
Forsíða bókarinnar

Kafað í lykilatburði í sögunni og skoðað hvernig þeir hefðu getað farið öðruvísi og hvað hefði þá getað gerst í framhaldinu. Allt frá gullaldarárum Rómarveldis til Þýskalands í fyrri og seinni heimsstyrjöldunum, frá Íslandi á tímum víkinga og útrásarvíkinga til fallvaltra Sovétríkjanna og frá Bítlunum til forsetakosninga í Bandaríkjunum.

Hvað ef víkingar hefðu sigrað heiminn, Jörundur hefði hengt einhvern, Hitler hefði unnið eða Bítlarnir hefðu ekki verið til?

Í þessari frumlegu bók er kafað í lykilatburði í mannkynssögunni og skoðað hvernig þeir hefðu hugsanlega getað farið öðruvísi og hvað hefði þá getað gerst í framhaldinu. Lesandinn er í fimmtán köflum leiddur í ferðalag sem teygir sig allt frá gullaldarárum Rómarveldis til Þýskalands í fyrri og seinni heimsstyrjöldunum, frá Íslandi á tímum víkinga, hundadagakonungs og útrásarvíkinga til fallvaltra Sovétríkjanna og frá Bítlunum til forsetakosninga nýliðinna ára í Bandaríkjunum.

Valur Gunnarsson hefur starfað sem blaðamaður í 20 ár og hefur fjallað um allt frá átökum á Austurvelli til vígvalla Úkraínu. Hann lærði sagnfræði við Háskóla Íslands, Háskólann í Helsinki, Humboldt háskóla í Berlín og Kúras stofnunina í Kænugarði jafnt sem ritlist í Belfast og Norwich. Hann hefur áður sent frá sér fjórar bækur, þar á meðal skáldsöguna Örninn og fálkann sem fjallar um hvað hefði gerst ef nasistar hefðu hernumið Ísland, svo og bókina Bjarmalönd sem greinir frá arfleifð Sovétríkjanna í Austur-Evrópu. Hann hefur starfað fyrir fjölmarga íslenska miðla, til dæmis Ríkisútvarpið, Fréttablaðið, Stundina og Reykjavik Grapevine sem hann ritstýrði, og erlenda miðla á borð við The Guardian, Associated Press og Berliner Zeitung.

„Þessi bók er frábær. Algjör masterklass í Austur-Evrópu og Rússlands fræðum frá manni sem þekkir svæðið vel. Frásögnin er áreynslulaus blanda af streetsmart og booksmart og það er eitthvað leiftrandi og óvænt á hverri síðu.“

Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur (Um Bjarmalönd)

Assgoti skemmtilegt og fræðandi … saga Austursins í fortíð, nútíð og framtíð sett fram á mjög aðgengilegan og spennandi hátt í stuttum köflum sem halda manni við efnið. Ég mæli heilshugar með þessari.

Dr. Gunni, poppfræðingur (Um Bjarmalönd)

„Stíllinn skemmtilegur, persónurnar áhugaverðar og samspil þeirra ekki síður, auk þess sem Valur er afar flinkur í því að skapa víðtækar tengingar í sögu og tíma.“

Úlfhildur Dagsdóttir, Bókmenntavefur Reykjavíkurborgar (Um Örninn og fálkann)

„Ein skemmtilegasta íslenska skáldsaga undanfarinna ára.“

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Orð um bækur, Rás 1 (Um Örninn og fálkann)