Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Í klóm arnarins

Millennium

Forsíða kápu bókarinnar

Ný bók sænska metsöluhöfundarins Karin Smirnoff í Millennium-bókaflokknum, sem Stieg Larsson hrinti af stokkunum, hefur slegið í gegn víða um heim.

„Lisbeth Salander snýr aftur – og hefur kannski aldrei verið betri ... Frábærlega vel gert.“ – Lee Child

Í norðurhluta Svíþjóðar virðast alþjóðleg stórfyrirtæki ætla að fara ránshendi um viðkvæmar náttúruauðlindir. Miklir peningar eru í spilinu og hafa glæpahópar hreiðrað um sig í þessu villta vestri nútímans.

Mikael Blomquist er á leið norður í brúðkaup dóttur sinnar en smám saman sogast hann í atburðarás sem leiðir hann aftur á braut rannsóknarblaðamannsins. Lisbeth Salander er einnig á leið norður. Rétt eina ferðina liggja leiðir þeirra saman í óvæntri en æsispennandi fléttu samsæra og svika.

„Algerlega frábært sjálfstætt framhald á seriunni.“ – Femina

„Það var snilldarbragð að láta Karin Smirnoff taka við keflinu af David Lagercrantz. Enginn hefði getað gert þetta betur – nema ef vera skyldi Stieg Larsson sjálfur.“ – Uppsala nya Tidning

„Æsispennandi söguþráður ... Millennium-bókaflokkurinn mun eiga langt líf fyrir höndum.“ – Svenska Dagbladet

„Ég gleypti bókina í mig. Smirnoff er hún sjálf í sporum Stieg Larssons.“ – Weekendavisen