Höfundur: Sigurður Þór Salvarsson

Klær gaupunnar

Alþjóðleg fjárglæfraöfl hafa hreiðrað um sig nyrst í Svíþjóð og svífast einskis við nýtingu viðkvæmra nátturuauðlinda. Í bænum Gasskas finnst verktaki myrtur. Mikael Blomkvist fer á stúfana og kemst að því að það er maðkur í mysunni. En rannókn hans verður til þess að loftslagsaðgerðarsinni týnir lífinu.

Skilnaðurinn

Bea og Niklas hafa búið saman í þrjátíu ár í fínu hverfi í Stokkhólmi. Kvöld eitt, eftir ómerkilegt rifrildi, lætur Niklas sig hverfa. Bea á von á honum á hverri stundu með skottið á milli lappanna. En hann kemur ekki og heimtar skilnað. Tilnefningar: Bók ársins í Svíþjóð 2022 og Besta skáldsagan á Storytel í Svíþjóð 2022.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
John Adderley - fyrsta bók Að leikslokum Peter Mohlin og Peter Nyström MTH útgáfa Þegar sænskættaði FBI-fulltrúinn John Adderley vaknar á sjúkrahúsi í Baltimore með skotsár á brjósti veit hann að hann er stálheppinn að vera á lífi. Á sömu sjúkrastofu liggur maðurinn sem beindi byssu að honum sólarhring áður. Að leikslokum er fyrsta bókin um John Adderley. Bókin var valin besta nýja glæpasagan í Svíþjóð 2020.
Blekkingin Camilla Läckberg og Henrik Fexeus Sögur útgáfa Hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – sjálfstæð bók í æsispennandi þríleik um lögreglukonuna Mínu Dabiri og sjáandann Vincent Walder. Kassinn og Gátan hafa slegið rækilega í gegn – nú er það Blekkingin sem þenur taugar lesandans.
Draumar um brons Camilla Läckberg Sögur útgáfa Faye hefur unnið hörðum höndum að því að verða frjáls og öðrum óháð, en dregst engu að síður aftur inn í svartnætti æskuáranna. Henni stendur ógn af föður sínum sem er á flótta úr fangelsi. Hann, sem hefði átt að vera kletturinn í lífi hennar, er sá sem hún óttast mest.
Fórnarlambið Henrik Fexeus Sögur útgáfa Þegar Davíð fær tölvupóst frá ókunnri konu sem segist hafa upplýsingar um æsku hans setur að honum óhug og hann vill helst hunsa póstinn. En þar sem Davíð á engar minningar frá æskunni, hefur forvitnin betur og hann svarar póstinum. Í skuggunum lúra áratugagömul leyndarmál og leikendur sem vilja allt til vinna að sannleikurinn komi ekki í ljós.
Fjällbacka-serían Gauksunginn Camilla Läckberg Sögur útgáfa Camilla Läckberg er komin til Fjällbacka á ný! Fjällbacka-serían hefur farið sigurför um heiminn, enda sameinar hún flókna ráðgátu og æsispennandi djúpskreiða glæpasögu með einstökum hætti. Nú er samfélagið í Fjällbacka í áfalli eftir tvo skelfilega atburði. Hjónin Erica Falck rithöfundur og Patrik Hedström lögreglumaður fara ekki varhluta að því.
Gátan Camilla Läckberg og Henrik Fexeus Sögur útgáfa Gátan er hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – sjálfstæð bók í æsispennandi þríleik um lögreglukonuna Mínu Dabiri og sjáandann Vincent Walder. Kassinn kom út árið 2020 og sló rækilega í gegn – nú er það Gátan sem þenur taugar lesandans.
Hættulegur hæfileiki Camilla Sten Ugla Réttarsálfræðingurinn Rebecca Lekman er nýflutt frá Bandaríkjunum heim til Djursholm í Svíþjóð til að annast veika móður sína. Fortíðin bankar upp á hjá henni þegar hún fær símtal um nótt frá gömlum samstarfsmanni sem segir henni að ástkona Rebeccu í menntaskóla, Louise, hafi verið myrt á heimili sínu.
Í klóm arnarins Millennium Karin Smirnoff Ugla Ný bók sænska metsöluhöfundarins Karin Smirnoff í Millennium-bókaflokknum, sem Stieg Larsson hrinti af stokkunum, hefur slegið í gegn víða um heim. „Lisbeth Salander snýr aftur – og hefur kannski aldrei verið betri ... Frábærlega vel gert.“ – Lee Child
Jökull Camilla Läckberg og Alexander Karim Storytel Original Bráðsmitandi sjúkdómur skekur heiminn og hefur stráfellt helming mannkyns. Þegar leiðir Önnu og Eriks liggja saman þrátt fyrir blátt bann við slíku er ekki aftur snúið. Ástin kviknar, og á hóteli í Stokkhólmi, þar sem fólk úr efri stéttum leitar skjóls frá öngþveitinu tala Anna og Erik saman á milli herbergja með talstöð. Getur ástin sigrað í he...
Kassinn Camilla Läckberg og Henrik Fexeus Sögur útgáfa Ung kona finnst látin í kassa sem sverð hafa verið rekin í gegnum. Lögreglan stendur ráðþrota: Snýst þetta um töfrabragð sem farið hefur úrskeiðis eða hrottalegt morð? Kassinn er hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – sú fyrsta í röðinni í væntanlegum þríleik.
Leyndarmálið okkar Ninni Schulman Ugla Kvöld eitt kemur Anna-Karin Ehn ekki heim úr vinnunni. Daginn eftir finnst bíll hennar yfirgefinn við vegkant rétt fyrir utan bæinn Hagfors. Ummerki benda til glæps. Blaðakonan Magdalena Hansson fer strax á stúfana ásamt lögreglumönnunum Petru Wilander og Christer Berglund. Við rannsókn málsins kemur ýmislegt upp á yfirborðið sem legið hefur í þ...
Logarnir Lina Bengtsdotter Ugla Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim til litla þorpsins Silverbro sem hún yfirgaf fyrir tíu árum. Katja og Vega voru óaðskiljanlegar í æsku en átakanlegur atburður varð til þess að leiðir skildi. Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim ...
PAX 5 - Draugurinn Ása Larsson og Ingela Korsell Drápa „Þið ... drápuð ... okkur.“ Lúsíuhátíðin er framundan, en engan getur grunað hversu hryllileg hún verður. Saklaus leikur verður skyndilega hættulegur þegar dyr opnast inn í annan heim og þrír draugar fara að herja á bæinn.
Tengdamamman Moa Herngren Ugla Ása er einstæð móðir sem hefur alltaf verið í nánu sambandi við son sinn. En þegar hann kynnist nýrri kærustu breytist allt. Samskiptin verða fljótlega erfið. Ása leggur sig fram um að mynda tengsl við tengdadótturina en það er lagt út sem afskiptasemi. Áður en langt um líður stendur hún frammi fyrir átökum sem munu sundra fjölskyldunni.