Höfundur: Sigurður Þór Salvarsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
John Adderley - fyrsta bók Að leikslokum Peter Mohlin og Peter Nyström MTH útgáfa Þegar sænskættaði FBI-fulltrúinn John Adderley vaknar á sjúkrahúsi í Baltimore með skotsár á brjósti veit hann að hann er stálheppinn að vera á lífi. Á sömu sjúkrastofu liggur maðurinn sem beindi byssu að honum sólarhring áður. Að leikslokum er fyrsta bókin um John Adderley. Bókin var valin besta nýja glæpasagan í Svíþjóð 2020.
Fjällbacka-serían Gauksunginn Camilla Läckberg Sögur útgáfa Camilla Läckberg er komin til Fjällbacka á ný! Fjällbacka-serían hefur farið sigurför um heiminn, enda sameinar hún flókna ráðgátu og æsispennandi djúpskreiða glæpasögu með einstökum hætti. Nú er samfélagið í Fjällbacka í áfalli eftir tvo skelfilega atburði. Hjónin Erica Falck rithöfundur og Patrik Hedström lögreglumaður fara ekki varhluta að því.
Gátan Camilla Läckberg og Henrik Fexeus Sögur útgáfa Gátan er hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – sjálfstæð bók í æsispennandi þríleik um lögreglukonuna Mínu Dabiri og sjáandann Vincent Walder. Kassinn kom út árið 2020 og sló rækilega í gegn – nú er það Gátan sem þenur taugar lesandans.
Jökull Camilla Läckberg og Alexander Karim Storytel Bráðsmitandi sjúkdómur skekur heiminn og hefur stráfellt helming mannkyns. Þegar leiðir Önnu og Eriks liggja saman þrátt fyrir blátt bann við slíku er ekki aftur snúið. Ástin kviknar, og á hóteli í Stokkhólmi, þar sem fólk úr efri stéttum leitar skjóls frá öngþveitinu tala Anna og Erik saman á milli herbergja með talstöð. Getur ástin sigrað í he...
Kassinn Camilla Läckberg og Henrik Fexeus Sögur útgáfa Ung kona finnst látin í kassa sem sverð hafa verið rekin í gegnum. Lögreglan stendur ráðþrota: Snýst þetta um töfrabragð sem farið hefur úrskeiðis eða hrottalegt morð? Kassinn er hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus – sú fyrsta í röðinni í væntanlegum þríleik.
Leyndarmálið okkar Ninni Schulman Ugla Kvöld eitt kemur Anna-Karin Ehn ekki heim úr vinnunni. Daginn eftir finnst bíll hennar yfirgefinn við vegkant rétt fyrir utan bæinn Hagfors. Ummerki benda til glæps. Blaðakonan Magdalena Hansson fer strax á stúfana ásamt lögreglumönnunum Petru Wilander og Christer Berglund. Við rannsókn málsins kemur ýmislegt upp á yfirborðið sem legið hefur í þ...
PAX 5 - Draugurinn Ása Larsson og Ingela Korsell Drápa „Þið ... drápuð ... okkur.“ Lúsíuhátíðin er framundan, en engan getur grunað hversu hryllileg hún verður. Saklaus leikur verður skyndilega hættulegur þegar dyr opnast inn í annan heim og þrír draugar fara að herja á bæinn.