Iceland and Greenland

A Millennium of Perceptions – A Thousand Years of Myth, Mystery, and Imagination

Forsíða kápu bókarinnar

Bókin varpar ljósi á hvernig Ísland og Grænland hafa verið túlkuð af umheiminum á liðnum öldum í máli og myndum, allt frá miðaldaritum til samtímafjölmiðla. Í bókinni er fjallað um hvernig þessi tvö lönd voru ýmist dásömuð eða fordæmd, sem ill eða góð og allt þar á milli.

Fjallað er um hvernig þessar ímyndir hafa breyst á liðnum öldum, hvað þær segja um alþjóðleg viðhorf til norðurslóða – og hvernig þær móta enn í dag sýn fólks á Ísland og Grænland.

Bókin byggir á Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár, sem kom út á íslensku árið 2020 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita. Í þessari útgáfu hefur textinn verið endurskoðaður í heild sinni, nýjum rannsóknum bætt við og fjöldi nýrra mynda prýðir verkið, þar á meðal elsta mynd sem á að sýna Ísland frá 15. öld og hefur ekki birst fyrr hér á landi.

Þýðandi bókarinnar er Julian Meldon D’Arcy, grænlenskan útdrátt í bókinni þýddi Arnanguak Lyberth og hönnuður er Sigrún Sigvaldadóttir.