Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár
Ný útgáfa í tilefni 140 ára afmælis Listasafns Íslands
Safneign Listasafns Íslands er bæði umfangsmikil og
margslungin og geymir fjölmörg mikilvæg og merk verk
sem eiga erindi við almenning. Tilefni þessarar útgáfu,
þar sem fjallað er um valin listaverk úr safneigninni, er
140 ára afmæli safnsins. Hér
er í máli og myndum fjallað um 140 af um 16.000 verkum í
eigu safnsins.