Höfundur: Dagný Heiðdal

Kristján H. Magnússon

Listamaðurinn sem gleymdist

Kristján H. Magnússon var á meðal athyglisverðustu listamanna þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar – en um hann hefur verið hljótt um áratugaskeið. Sannkallaður kjörgripur öllum þeim er unna íslenskri menningu; verðugur minnis­varði um ungan mann frá Ísafirði sem fór óvenjulegar leiðir til að ná af miklum metnaði hæstu hæðum í list sinni.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár Ný útgáfa í tilefni 140 ára afmælis Listasafns Íslands Listasafn Íslands Safneign Listasafns Íslands er bæði umfangsmikil og margslungin og geymir fjölmörg mikilvæg og merk verk sem eiga erindi við almenning. Tilefni þessarar útgáfu, þar sem fjallað er um valin listaverk úr safneigninni, er 140 ára afmæli safnsins. Hér er í máli og myndum fjallað um 140 af um 16.000 verkum í eigu safnsins.
Smárit Listasafns Íslands Korriró og Dillidó - Þjóðsagnamyndir Ásgrímur Jónsson Dagný Heiðdal Listasafn Íslands Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar Bókin inniheldur aðfaraorð og texta eftir Dagnýju Heiðdal ásamt ljósmyndum af þjóðsagnaverkum Ásgríms Jónssonar. Bókin tilheyrir nýrri ritröð veglegra smárita sem Listasafn Íslands hóf að gefa út undir lok síðasta árs.