Íslensk knatt­spyrna 2021

Ómissandi bók í safn alls knattspyrnuáhugafólks. Allt frá árinu 1981 hefur Víðir Sigurðsson haldið úti gríðarlegri heimildavinnu um íslenska knattspyrnu, mögnuðu starfi sem á sér enga hliðstæðu.

Á 40. afmælisárinu er ekki brugðið út af vananum, því hér fjallar Víðir um hið viðburðaríka knattspyrnuár 2021 af sinni alkunnu snilli.