Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Jagúar skáldsins

  • Höfundur Óskar Magnússon
Forsíða bókarinnar

Rjómahvítur glæsivagn dregur gjarnan að sér athygli vegfarenda um Mosfellsdal á sumrin, gljábónaður á hlaðinu við Gljúfrastein þar sem eigandinn átti heima í áratugi: Jagúar skáldsins. Hér segir Óskar Magnússon dásamlegar skemmtisögur af bílnum og nóbelsskáldinu Halldóri Laxness, en hann kynntist báðum og hlutaðist nokkuð til um samferð þeirra.