Niðurstöður

  • Óskar Magnússon

Jagúar skáldsins

Rjómahvítur glæsivagn dregur gjarnan að sér athygli vegfarenda um Mosfellsdal á sumrin, gljábónaður á hlaðinu við Gljúfrastein þar sem eigandinn átti heima í áratugi: Jagúar skáldsins. Hér segir Óskar Magnússon dásamlegar skemmtisögur af bílnum og nóbelsskáldinu Halldóri Laxness, en hann kynntist báðum og hlutaðist nokkuð til um samferð þeirra.

Leyniviðauki 4

Þriðja bókin um Stefán Bjarnason verjanda sem er hörkutól í dómsal en eins og leir í höndum fagurra fljóða. Hrottalegt morð er framið í bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði og Íslendingur er grunaður um verknaðinn. Það flækir stöðuna mjög að Bandaríkjamenn krefjast þess að fá forræði málsins og hóta brottflutningi Varnarliðsins.