Höfundur: Óskar Magnússon

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Jagúar skáldsins Óskar Magnússon Forlagið - JPV útgáfa Rjómahvítur glæsivagn dregur gjarnan að sér athygli vegfarenda um Mosfellsdal á sumrin, gljábónaður á hlaðinu við Gljúfrastein þar sem eigandinn átti heima í áratugi: Jagúar skáldsins. Hér segir Óskar Magnússon dásamlegar skemmtisögur af bílnum og nóbelsskáldinu Halldóri Laxness, en hann kynntist báðum og hlutaðist nokkuð til um samferð þeirra.
Leyniviðauki 4 Óskar Magnússon Forlagið - JPV útgáfa Þriðja bókin um Stefán Bjarnason verjanda sem er hörkutól í dómsal en eins og leir í höndum fagurra fljóða. Hrottalegt morð er framið í bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði og Íslendingur er grunaður um verknaðinn. Það flækir stöðuna mjög að Bandaríkjamenn krefjast þess að fá forræði málsins og hóta brottflutningi Varnarliðsins.