Jarðtengd norðurljós

Forsíða kápu bókarinnar

Jarðtengd norðurljós er ljóðabók sem skiptist í tvo hluta, Frumbók og Náttbók, og geymir nær 70 ný ljóð af ýmsu tagi, laus og bundin, auk prósaljóða. Þetta er fimmtánda ljóðabók Þórarins ætluð fullorðnum lesendum. Efnistök eru margvísleg og yrkisefnin fjölbreytileg, allt frá drónum til Þorgeirsbola og flest þar á milli.