Útgefandi: Gullbringa ehf.

Hlustum frekar lágt

Þrjátíu og tvö áður óbirt háttbundin ljóð. Flest þeirra tvöföld eða þreföld í roðinu, þannig að í raun fylla þau næstum hundraðið. Hér er meðal annars fjallað um grímur og hornsíli, útfjólur og íslensku kerlinguna, fálka í fjósi og trójuhesta, hraðamet snigils og gildi þess að hlusta lágt, hjólbörur með vængi, tímareim sem fer og guð í augnhæðum.

Kyrr kjör

Fyrsta skáldsaga Þórarins Eldjárns endurútgefin með nýjum eftirmála Bergsveins Birgissonar. Söguleg og þjóðsöguleg skáldsaga frá 1983 byggð á ævi kraftaskáldsins Guðmundar Bergþórssonar (1657-1705). Þrátt fyrir fátæktarbasl og erfiða líkamlega fötlun náði Guðmundur miklum áhrifum og vinsældum sem eitt afkastamesta rímnaskáld allra tíma.