Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Játningar bóksala

Forsíða bókarinnar

Shaun Bythell, fornbóksali í Wigtown í Skotlandi, sló í gegn með Dagbók bóksala. Hér heldur hann áfram þar sem frá var horfið — og bregður upp lifandi og bráðskemmtilegum myndum af sérvitringunum og furðufuglunum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni og skrýtna fólkinu sem vinnur þar. Hlý, kaldhæðin og sprenghlægileg frásögn af lífi bókabéusannna.

.......

Shaun Bythell, fornbóksalinn í Wigtown í Skotlandi, sló í gegn með bók sinni Dagbók bóksala sem nú hefur verið þýdd á yfir tutugu tungumál. Í þessari bók heldur hann áfram þar sem frá var horfið í Dagbókinni — og bregður upp lifandi og bráðskemmtilegum myndum af sérvitringunum og furðufuglunum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni og skrýtna fólkinu sem vinnur þar.

Hlý, hispurslaus, kaldhæðin og sprenghlægileg frásögn af hinu raunverulega lífi bókabéusanna.

„Hélt mér hlæjandi í heila viku.“ – Scotland on Sunday

„Snilldarleg“ – Guardian

„Með allra skemmtilegustu minningum bóksala sem ég hef lesið.“ – New York Times

„Þessi seinni minningabók bóksalans í Wigtown er alveg jafn hrífandi og sú fyrri ([Dagbók bóksala].“ – Alan Bennett, London Review of Books