Höfundur: Shaun Bythell

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Játningar bóksala Shaun Bythell Ugla Shaun Bythell, fornbóksali í Wigtown í Skotlandi, sló í gegn með Dagbók bóksala. Hér heldur hann áfram þar sem frá var horfið — og bregður upp lifandi og bráðskemmtilegum myndum af sérvitringunum og furðufuglunum sem eru daglegir gestir í bókabúðinni og skrýtna fólkinu sem vinnur þar. Hlý, kaldhæðin og sprenghlægileg frásögn af lífi bókabéusannna.
Óseldar bækur bóksala Shaun Bythell Ugla Bærinn Wigtown í Skotlandi er paradís bókaunnenda. Shaun Bythell er einn af bóksölunum í Wigtown. Búðin hans, The Bookshop, er stærsta fornbókabúð Skotlands í gömlu húsi með níu stórum herbergjum stútfullum af bókum. Bækur Shauns um bókalífið í fornbókabúðinni hans hafa slegið í gegn víða um heim.