Jeppar í lífi þjóðar
Jeppar í lífi þjóðar bregður lifandi ljósi á þennan merkilega en lítt kannaða kafla íslenskrar samgöngusögu í máli en þó aðallega 600 einstæðum ljósmyndum sem koma nú margar fyrir almannasjónir í fyrsta sinn. Þetta er ómissandi bók fyrir bílaáhugamanninn og raunar alla þá sem unna ferðum um úfið landið.