Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Orri óstöðvandi Jólin eru að koma

  • Höfundur Bjarni Fritzson
Forsíða bókarinnar

Magga fékk að verja jólunum heima hjá mér og útkoman var rosaleg. Við lentum í snældubrjáluðum Jólahatara sem reyndi að skemma jólin fyrir allri götunni og svo voru foreldrar mínir hársbreidd frá því að aflýsa jólunum. Ég get ekki sagt meira en þetta er rosalegasta jólabók allra tíma, sérhönnuð til þess að koma þér í alvöru jólagír.

Magga fékk að verja jólunum heima hjá mér og útkoman varð vægast sagt svakaleg. Við lentum í snældubrjáluðum Jólahatara sem reyndi að skemma jólin fyrir allri götunni og svo munaði minnstu að jólagóðmennska okkar Möggu yrði einhverjum að bana. Foreldrar mínir voru líka hársbreidd frá því að aflýsa jólunum og ógurlegur öryggisvörður sigaði sérsveitinni á mig. Magga tókst á við sinn stærsta ótta og við urðum að kenna grautfúlum Valsstrákunum lexíu í flughálum lokabardaga. Ég vil alls ekki ljóstra of miklu upp en þetta er rosalegasta jólabók allra tíma, sérhönnuð til þess að koma þér í alvöru jólagír.