Jörð, loft og lögur
Jarðfræði – umhverfisfræði – náttúrulæsi
Gagnvirk vefbók fyrir grunnáfanga í náttúruvísindum á félags- og hugvísindabraut framhaldsskóla. Fjallað er um stórt sem smátt í náttúrulegu umhverfi, jörðina sem hluta af sólkerfinu, lofthjúpinn, yfirborð jarðar og hafdjúpin.
Lögð er áhersla á að útskýra meginferla í náttúrunni og skynsamlega nýtingu náttúrugæða, m.a. í tengslum við orkuöflun og ferðaþjónustu. Einnig er fjallað um nýjungar í jarðfræði og almennri umhverfisfræði og náttúruvernd með hliðsjón af sjálfbærni, vistspori, náttúrulæsi og umhverfisvá. Gagnvirk verkefni og æfingar fylgja hverjum kafla auk spurninga og hópvinnuverkefna. Þá eru fjölmargar ljósmyndir og skýringarmyndbönd í bókinni.