Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kalmann og fjallið sem svaf

Forsíða kápu bókarinnar

Kalmann situr í haldi FBI og skilur hvorki upp né niður. Dagsferð hans með fjölskyldu sinni til Washington D.C. hlaut óvæntan endi og hann er sendur aftur heim með hraði. Þar hefur hann í nógu að snúast og þegar morð er framið virðist það tengjast kalda stríðinu. Enginn er betur til þess fallinn að rannsaka málið en Kalmann.