Ósmann
Sannkallaður yndislestur eftir höfund Kalmanns-bókanna. Sagan byggist á ævi Jóns Magnússonar Ósmann, ferjumanns í Skagafirði, sem flutti menn og skepnur yfir Héraðsvötn um fjögurra áratuga skeið. Jón var tröll að burðum og annálað skáld en öðru fremur mannvinur með meyrt hjarta, einstakur karakter sem örlögin fóru óblíðum höndum um.