Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kennarinn sem hvarf

Forsíða kápu bókarinnar

Krakkarnir í 6. BÖ eiga ekki margt sameiginlegt og semur oft illa – en dag einn breytist allt!

Bára kennari er horfin og dularfullir atburðir draga krakkana inn í æsispennandi atburðarás.

Hvað varð um Báru?

Hver er gátumeistarinn?

...og hver á eiginlega fiskinn?

Geta krakkarnir unnið saman og bjargað kennaranum sínum áður en það er um seinan?

Bergrún Íris hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttir 2019 fyrir óprentað handrit að bókinni.