Langelstur á bókasafninu
Ætli draugar þurfi að tannbursta sig? hugsar Eyja en hristir svo höfuðið. Rögnvaldur er ekki draugur. Hann er bara með henni í anda, svona vinur sem hún getur hitt í huganum, hvenær sem hún saknar hans.
Ætli draugar þurfi að tannbursta sig? hugsar Eyja en hristir svo höfuðið. Rögnvaldur er ekki draugur. Hann er bara með henni í anda, svona vinur sem hún getur hitt í huganum, hvenær sem hún saknar hans.
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Kennarinn sem fuðraði upp | Bergrún Íris Sævarsdóttir | Bókabeitan | Krakkarnir í BÖ-bekknum eru að jafna sig á öllu sem dunið hefur yfir undanfarið og Engilbert kennari var sem betur fer blásaklaus. Vinskapur Óla Steins og Axels er traustur og ekkert getur komið upp á milli þeirra ... eða hvað? Óvænt afbrýðisemi skýtur upp kollinum og lífshætta steðjar að krökkunum sem þurfa að glíma við leyndarmál og svik. |
Kennarinn sem kveikti í | Bergrún Íris Sævarsdóttir | Bókabeitan | Nýr afleysingakennari tekur við BÖ-bekknum eftir ógurlegar hremmingar síðustu mánaða. |
Þorri og Þura Tjaldferðalagið | Agnes Wild og Bergrún Íris Sævarsdóttir | Töfraland - Bókabeitan | Sólin skín og álfarnir Þorri og Þura ætla í tjaldferðalag. Skyndilega kemur hellidemba en vinirnir finna lausn á því, enda láta þau ekkert stoppa sig í ævintýraleitinni. Þorri og Þura hafa heimsótt leikskólabörn, komið fram á bæjarhátíðum og birst á skjám landsmanna. Þessir bráðskemmtilegu fjörkálfar eru nú orðnir að litríkum söguhetjum. |
Þorri og Þura Jólakristallinn | Agnes Wild og Bergrún Íris Sævarsdóttir | Töfraland - Bókabeitan | Jólin nálgast og Þorri og Þura eiga að gæta jólakristalsins hans afa. Allt í einu hættir kristallinn að lýsa og hinn eini sanni jólaandi því í mikilli hættu! Tekst vinunum að laga kristalinn og bjarga jólunum? Leiksýninguna Jólaævintýri Þorra og Þuru má sjá í Tjarnarbíói í nóvember og desember! |