Höfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Kennarinn sem fuðraði upp Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Krakkarnir í BÖ-bekknum eru að jafna sig á öllu sem dunið hefur yfir undanfarið og Engilbert kennari var sem betur fer blásaklaus. Vinskapur Óla Steins og Axels er traustur og ekkert getur komið upp á milli þeirra ... eða hvað? Óvænt afbrýðisemi skýtur upp kollinum og lífshætta steðjar að krökkunum sem þurfa að glíma við leyndarmál og svik.
Kennarinn sem kveikti í Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Nýr afleysingakennari tekur við BÖ-bekknum eftir ógurlegar hremmingar síðustu mánaða.
Þorri og Þura Tjaldferðalagið Agnes Wild og Bergrún Íris Sævarsdóttir Töfraland - Bókabeitan Sólin skín og álfarnir Þorri og Þura ætla í tjaldferðalag. Skyndilega kemur hellidemba en vinirnir finna lausn á því, enda láta þau ekkert stoppa sig í ævintýraleitinni. Þorri og Þura hafa heimsótt leikskólabörn, komið fram á bæjarhátíðum og birst á skjám landsmanna. Þessir bráðskemmtilegu fjörkálfar eru nú orðnir að litríkum söguhetjum.
Þorri og Þura Jólakristallinn Agnes Wild og Bergrún Íris Sævarsdóttir Töfraland - Bókabeitan Jólin nálgast og Þorri og Þura eiga að gæta jólakristalsins hans afa. Allt í einu hættir kristallinn að lýsa og hinn eini sanni jólaandi því í mikilli hættu! Tekst vinunum að laga kristalinn og bjarga jólunum? Leiksýninguna Jólaævintýri Þorra og Þuru má sjá í Tjarnarbíói í nóvember og desember!