Höfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir

Sokkalabbarnir Sóli fer á ströndina

Sóli og Sokkalabbarnir tína skeljar og borða nesti í fjöruferð. Þegar krabbi kemst í klandur reynir á þau að koma til bjargar. Í landi Sokkalabbanna búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með þeim fá börn tækifæri til að skoða og reyna að skilja betur hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Besta bílabókin Bergrún Íris Sævarsdóttir Töfraland - Bókabeitan Lesandi byrjar á að velja bíl sem hvílir á kápunni og hjálpar svo litla bifvélavirkjanum að finna verkfæri til að gera við bílinn.
Besta bílabókin Bergrún Íris Sævarsdóttir Töfraland - Bókabeitan Lesandi byrjar á að velja bíl sem hvílir á kápunni og hjálpar svo litla bifvélavirkjanum að finna verkfæri til að gera við bílinn.
Bræðurnir breyta jólunum Bergrún Íris Sævarsdóttir og Haukur Gröndal Bókabeitan Bræðurnir breyta jólunum er hjartnæmt jólaævintýri og sannkölluð veisla fyrir augu og eyru.
Kennarinn sem fuðraði upp Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Krakkarnir í BÖ-bekknum eru að jafna sig á öllu sem dunið hefur yfir undanfarið og Engilbert kennari var sem betur fer blásaklaus. Vinskapur Óla Steins og Axels er traustur og ekkert getur komið upp á milli þeirra ... eða hvað? Óvænt afbrýðisemi skýtur upp kollinum og lífshætta steðjar að krökkunum sem þurfa að glíma við leyndarmál og svik.
Kennarinn sem hvarf Bergrún Íris Sævarsdóttir Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Krakkarnir í 6. BÖ eiga ekki margt sameiginlegt og semur oft illa – en dag einn breytist allt!
Kennarinn sem kveikti í Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Nýr afleysingakennari tekur við BÖ-bekknum eftir ógurlegar hremmingar síðustu mánaða.
Kennarinn sem kveikti í Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Nýr afleysingakennari tekur við BÖ-bekknum eftir ógurlegar hremmingar síðustu mánaða.
Kennarinn sem sneri aftur Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Þótt krakkarnir í 8. BÖ hafi myndað þéttan vinahóp treystir Stefanía engum fyrir því sem gengur á heima. Þegar krakkarnir fara á hrekkjavökuhátíð fer af stað röð dularfullra atburða og Stefanía þarf að kafa djúpt eftir hugrekki sínu til að takast á við skelfilegar og krefjandi ógnir.
Kennarinn sem sneri aftur Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Þótt krakkarnir í 8. BÖ hafi myndað þéttan vinahóp treystir Stefanía engum fyrir því sem gengur á heima. Þegar krakkarnir fara á hrekkjavökuhátíð fer af stað röð dularfullra atburða og Stefanía þarf að kafa djúpt eftir hugrekki sínu til að takast á við skelfilegar og krefjandi ógnir.
Langelstur að eilífu Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Dag einn er lífi Eyju snúið á hvolf. Mamma og pabbi færa henni gleðifréttir – sem gleðja bara alls ekki neitt.
Langelstur að eilífu Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Dag einn er lífi Eyju snúið á hvolf. Mamma og pabbi færa henni gleðifréttir – sem gleðja bara alls ekki neitt.
Langelstur á bókasafninu Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Ætli draugar þurfi að tannbursta sig? hugsar Eyja en hristir svo höfuðið. Rögnvaldur er ekki draugur. Hann er bara með henni í anda, svona vinur sem hún getur hitt í huganum, hvenær sem hún saknar hans. Langelstur á bókasafninu er allt í senn lestrardagbók, þrautabók, litabók og bráðfyndin skáldsaga.
Langelstur á bókasafninu Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Ætli draugar þurfi að tannbursta sig? hugsar Eyja en hristir svo höfuðið. Rögnvaldur er ekki draugur. Hann er bara með henni í anda, svona vinur sem hún getur hitt í huganum, hvenær sem hún saknar hans. Langelstur á bókasafninu er allt í senn lestrardagbók, þrautabók, litabók og bráðfyndin skáldsaga.
Langelstur í bekknum Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Það getur verið dálítið skrítið að byrja í nýjum skóla þar sem maður þekkir engan.
Langelstur í bekknum Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Það getur verið dálítið skrítið að byrja í nýjum skóla þar sem maður þekkir engan.
Langelstur í leynifélaginu Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Áður var Rögnvaldur langelstur í bekknum en nú hafa hlutverkin snúist við og Eyja er orðin langyngst á dvalarheimilinu með tilheyrandi gríni og glensi.
Langelstur í leynifélaginu Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Áður var Rögnvaldur langelstur í bekknum en nú hafa hlutverkin snúist við og Eyja er orðin langyngst á dvalarheimilinu með tilheyrandi gríni og glensi.
Næturdýrin Bergrún Íris Sævarsdóttir og Ragnheiður Gröndal Töfraland - Bókabeitan Systkinin Lúna og Nói vita fátt skemmtilegra en að leika sér saman – líka á nóttunni!
Næturdýrin Bergrún Íris Sævarsdóttir og Ragnheiður Gröndal Töfraland - Bókabeitan Systkinin Lúna og Nói vita fátt skemmtilegra en að leika sér saman – líka á nóttunni!
Eva Rún Þorgeirsdóttir Björt bókaútgáfa - Bókabeitan Einfaldar æfingar fyrir krakka og fullorðna til að kalla fram slökun og innri ró.
Sokkalabbarnir Þorvaldur Davíð Kristjánsson Bókabeitan Dag einn fer hvítur sokkur í þvottavélina og snýst þar, hring eftir hring, þar til hann þýtur inn í dularfulla og litríka ævintýraveröld. Í landi Sokkalabbana búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með lestri bókarinnar læra börn að tala um og skilja hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar.
Töfralandið Bergrún Íris Sævarsdóttir Töfraland - Bókabeitan Töfralandið er lofsöngur Bergrúnar um bækur, því hún veit að bækurnar geyma það besta og þú sérð það líka um leið og þú lest það!
Töfralandið Bergrún Íris Sævarsdóttir Töfraland - Bókabeitan Töfralandið er lofsöngur Bergrúnar um bækur, því hún veit að bækurnar geyma það besta og þú sérð það líka um leið og þú lest það!
VeikindaDagur Bergrún Íris Sævarsdóttir Bókabeitan Þetta byrjaði þegar ég gleymdi að taka lyfin. Fimm dögum síðar ligg ég í líkhúsinu ... dáinn og stjarfur á köldu stálborðinu. Dagur er eitthvað svo ólíkur sjálfum sér, með botnlausa matarlyst, dynjandi höfuðverk, gloppur í minninu og óteljandi spurningar. Hvað varð eiginlega um Breka? Af hverju er auga í klósettinu? Á hann kannski séns í Ylfu Dögg?
Viltu vera vinur minn? Bergrún Íris Sævarsdóttir Töfraland - Bókabeitan Lítil einmana kanína ákveður að byggja brú í von um að finna vini hinumegin við lækinn.
Viltu vera vinur minn? Bergrún Íris Sævarsdóttir Töfraland - Bókabeitan Lítil einmana kanína ákveður að byggja brú í von um að finna vini hinumegin við lækinn.
Þorri og Þura Tjaldferðalagið Agnes Wild og Bergrún Íris Sævarsdóttir Töfraland - Bókabeitan Sólin skín og álfarnir Þorri og Þura ætla í tjaldferðalag. Skyndilega kemur hellidemba en vinirnir finna lausn á því, enda láta þau ekkert stoppa sig í ævintýraleitinni. Þorri og Þura hafa heimsótt leikskólabörn, komið fram á bæjarhátíðum og birst á skjám landsmanna. Þessir bráðskemmtilegu fjörkálfar eru nú orðnir að litríkum söguhetjum.
Þorri og Þura Jólakristallinn Agnes Wild og Bergrún Íris Sævarsdóttir Töfraland - Bókabeitan Jólin nálgast og Þorri og Þura eiga að gæta jólakristalsins hans afa. Allt í einu hættir kristallinn að lýsa og hinn eini sanni jólaandi því í mikilli hættu! Tekst vinunum að laga kristalinn og bjarga jólunum? Leiksýninguna Jólaævintýri Þorra og Þuru má sjá í Tjarnarbíói í nóvember og desember!