Klökkna klakatár – kilja

Forsíða kápu bókarinnar

Eftir andlát þjóðfrægs rithöfundar sest ekkja hans niður og tekur til við að koma skikki á gífurlegt safn skjala sem hann lét eftir sig. Hún reynir að henda reiður á þeim óvæntu upplýsingum sem koma upp úr kös gulnaðra pappíra úr slitnum plastpokum ...

Hún les og tengir sögu hans við sína. Hún kafar djúpt í endurminningar sínar um samvistir þeirra, reynir að muna allt, fer úr einni minningu í aðra, þræðir þær upp á spotta sem svo slitnar þegar síst varir.

Þetta er bók sem lætur engan ósnortinn, rituð af óvanalegum stílþrótti og myndauðgi.

Ragnhildur Bragadóttir er sagnfræðingur og upplýs ingafræð ingur að mennt og las ennfrem-ur bók menntir og sálfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað víða, meðal annars sem for-stöðumaður bókasafna, skjala stjóri, þýð andi og ritstjóri, samið sagnfræðilegar greinar í blöð og tíma rit, og flutt erindi af ýmsu tagi. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar.

Ummæli lesenda á Facebook:

„... ótrúlega sterk bók ... ákaflega vel skrifuð ... unaðslegt að lesa ... vakti mig virkilega til umhugsunar.“ B.D.

„Nútíma Íslendingasaga ... Stórtíðindi ... Þetta er svakaleg saga en höfundi tekst glettilega vel að lofta um hana af og til með léttum húmor á kátbroslegum atvikum og uppákomum.“ S.Th.

„... hamslaust hugsunaflæði ... myndræn, sviðsetningar áhrifamiklar og persónusköpun djúp, mannlýsingar einstaklega vel gerðar og samtölin sannfærandi.“ S.Ó

„... heilsteypt, áhrifamikið og eftirminnilegt verk í bókmenntalegum skilningi.“ H.I.

„... ein umtalaðasta bókin þessi jól, saga um miklar tilfinningar.“ B.J. „Frábær frumraun!“ G.B.