Klökkna klakatár – kilja
Eftir andlát þjóðfrægs rithöfundar kafar ekkja hans djúpt í endurminningar sínar um stormasamar samvistir þeirra. Hún reynir að muna allt, fer úr einni minningu í aðra, þræðir þær upp á spotta sem svo slitnar þegar síst varir. Áhrifamikil skáldsaga, rituð af óvanalegum stílþrótti og myndauðgi.