Kolbeinsey

Maður nokkur ákveður að heimsækja æskuvin sinn, sem hefur verið lagður inn á geðdeild sökum þunglyndis. Þeir ná vel saman, en hjúkrunarkona sem annast vininn tekur heimsóknunum illa og reynir að stía þeim í sundur. Maðurinn er settur í heimsóknarbann og því skipuleggja þeir strok af spítalanum og leggja á flótta.
Strokinu er illa tekið, hjúkrunarkonan kemur æðandi á eftir þeim og í kjölfarið hefst æsilegur eltingarleikur um landið þvert og endilangt. Flóttinn frá siðmenningunni verður sífellt flóknari og að lokum er stefnan tekin mót nyrstu eyju Íslands - Kolbeinsey.
Bergsveinn Birgisson er einn virtasti og vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og hafa bækur hans, líkt og Svar við bréfi Helgu, Leitin að svarta víkingnum og Lifandilífslækur, hlotið viðurkenningar og notið mikillar velgengni, hér heima og erlendis.