Höfundur: Bergsveinn Birgisson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Kolbeinsey Bergsveinn Birgisson Bjartur Maður nokkur ákveður að heimsækja æskuvin sinn, sem hefur verið lagður inn á geðdeild sökum þunglyndis. Þeir skipuleggja strok og leggja á flótta. Í kjölfarið hefst æsilegur eltingarleikur um landið þvert og endilangt. Bergsveinn Birgisson er einn virtasti og vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar.
Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson Bjartur Endurútgáfa einnar vinsælustu skáldsögu sem út hefur komið hin síðari ár og nú hefur verið kvikmynduð.
Þormóður Torfason Dauðamaður og dáður sagnaritari Bergsveinn Birgisson Bjartur Þormóður Torfason fæddist árið 1636 og varð einn mikilvirkasti sagnaritari landsins - en var líka dæmdur til dauða fyrir að verða mannsbani. Bergsveinn Birgisson skrifar hér sögu þessa stórbrotna manns, með svipaðri aðferð og lesendur þekkja úr hinni vinsælu bók hans, Leitin að svarta víkingnum.