Kona

Forsíða bókarinnar

Við andlát móður sinnar úr alzheimer-sjúkdómnum heldur Nóbelsskáldið Annie Ernaux í ferðalag aftur í tímann til að reyna að bregða upp sannferðugri mynd af konunni sem mótaði líf hennar.

Hún veltir fyrir sér tengslum móður og dóttur, viðkvæmum og óhagganlegum í senn, ólíkum heimum sem aðskilja þær og hinum óumflýjanlega sannleika að öll sjáum við á bak þeim sem við unnum. Látlaus en áhrifarík lofgjörð dóttur til móður þar sem jafnframt er brugðið upp eftirminnilegri mynd af dótturinni.

Annie Ernaux þykir ein mikilvægasta rödd samtímabókmennta í Frakklandi.

Þrjár bækur hafa komið út eftir hana á íslensku, Staðurinn, Ungi maðurinn og Kona.