Kvartmíluklúbburinn 1975-2025
Ágrip af hálfrar aldar sögu
Hér er „brunað“ í gegnum 50 ára sögu Kvartmíluklúbbsins. Greint er frá skrautlegum aðdraganda að stofnun hans og fjölmörgum ökumönnum er fylgt eftir á misjöfnum ökutækjum. Við sögu koma prjónandi kryppa, græn padda, kókosbolla, sérbökuð vínabrauðslengja, auk allra Monzanna, Chevrolettanna, Pontiacanna, Camaroanna, Willysanna og Yamaha-hjólanna.
Margt er hér afar fróðlegt og þótt á móti blási á köflum er oft stutt í húmorinn. Fjölmargar myndir prýða bókina og auðvitað lætur enginn áhugamaður um akstursíþróttir þetta eðallesefni fram hjá sér fara.