Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kvartmíluklúbburinn 1975-2025

Ágrip af hálfrar aldar sögu

Forsíða kápu bókarinnar

Hér er „brunað“ í gegnum 50 ára sögu Kvartmíluklúbbsins. Greint er frá skrautlegum aðdraganda að stofnun hans og fjölmörgum ökumönnum er fylgt eftir á misjöfnum ökutækjum. Við sögu koma prjónandi kryppa, græn padda, kókosbolla, sérbökuð vínabrauðslengja, auk allra Monzanna, Chevrolettanna, Pontiacanna, Camaroanna, Willysanna og Yamaha-hjólanna.

Margt er hér afar fróðlegt og þótt á móti blási á köflum er oft stutt í húmorinn. Fjölmargar myndir prýða bókina og auðvitað lætur enginn áhugamaður um akstursíþróttir þetta eðallesefni fram hjá sér fara.