Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Kynslóð

Forsíða bókarinnar

Hin tvítuga Maríanna vinnur í Skálanum, skemmtir sér með kærastanum Andra og aðstoðar ömmu sína og afa við bústörfin. Svo birtist nýr strákur með kunnuglegan svip í þorpinu ...

Stórskemmtileg og djúpvitur skáldsaga um fólk á ýmiss konar vegamótum þar sem ekki er allt sem sýnist.

„Maríanna Maístjarna Helgudóttir, enn einn bagginn sem fylgir því að burðast með barnunga móður á herðunum. Mamma mín var fimmtán ára en ekki á föstu og svo sannarlega ekki sextán ára í sambúð, heldur ólétt eftir helsta spraðurbassann í plássinu. Ég veit aldrei hvort ég heiti í höfuðið á ljóshærðri dúkku sem lygndi aftur augunum, eða rauðbröndóttri kvígu með hvítt í krúnunni sem mamma fann nýfædda og móðurlausa í skurði eitt sumarið. Kannski báðum.“

Hin tvítuga Maríanna, eða Anna, vinnur í Skálanum – á milli þess sem hún skemmtir sér með kærastanum Andra og aðstoðar ömmu sína og afa við bústörfin. Svo þarf að tækla foreldrana. En framtíðin lúrir handan við hornið og Ransí á Giljum sér breytingar í bollunum sínum. Og svo birtist nýr strákur með kunnuglegan svip í þorpinu ...

Kynslóð er stórskemmtileg og djúpvitur skáldsaga um fólk á ýmiss konar vegamótum þar sem fortíð og framtíð er teflt saman í raunsæislegri frásögn – þar sem þó er ekki allt sem sýnist.