Höfundur: Harpa Rún Kristjánsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Búðu þig undir breytingaskeiðið og tíðahvörf Dr. Louise Newson Króníka Þrátt fyrir að það sé eitthvað sem nánast allar konur ganga í gegnum eru rangar greiningar, misvísandi upplýsingar og skömm ótrúlega algeng.
Fólk sem við hittum í fríi Emily Henry Króníka Poppy og Alex eiga ekkert sameiginlegt. Hún er óhemja og hann klæðist kakíbuxum. Hún er haldin óforbetranlegri útþrá, honum líður best heima með bók. Þó hafa þau verið bestu vinir, síðan örlagarík bílferð leiddi þau saman á leið heim úr skólanum fyrir löngu síðan.
Georg Guðni / Berangur Jón Kalman Stefánsson og Einar Garibaldi Eiríksson Listasafn Íslands Vegleg útgáfa vegna sýningarinnar Georg Guðni / Berangur. Falleg útgáfa um íslenska myndlist sem listunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara!
Kynslóð Harpa Rún Kristjánsdóttir Bjartur Hin tvítuga Maríanna vinnur í Skálanum, skemmtir sér með kærastanum Andra og aðstoðar ömmu sína og afa við bústörfin. Svo birtist nýr strákur með kunnuglegan svip í þorpinu ... Stórskemmtileg og djúpvitur skáldsaga um fólk á ýmiss konar vegamótum þar sem ekki er allt sem sýnist.
Strákurinn, moldvarpan, refurinn og hesturinn Charlie Mackesy Króníka Alhliða þroskasaga sem ávarpar allar kynslóðir.
Sumarið í sveitinni Guðjón Ragnar Jónasson og Harpa Rún Kristjánsdóttir Veröld Bráðskemmtileg og lærdómsrík bók um lífið í sveitinni. Fjölmargar spurningar og svör um húsdýrin og sveitastörfin, auk margvíslegs fróðleiks í máli og myndum.
Vandamál vina minna Harpa Rún Kristjánsdóttir Bjartur Vandamál vina minna er fágætlega heilsteypt og meitluð ljóðabók þar sem Harpa Rún Kristjánsdóttir tekst á við það hlutskipti að vera kona, að vera manneskja, að vera vinur ... Myndvísi hennar og traust tök á ljóðmáli leiða til þess að ljóð hennar tjá hughrif og kenndir á óvenju áhrifamikinn hátt og verða lesendum minnisstæð.
Vanessa mín myrka Kate Elizabeth Russel Króníka Árið 2000 kynnist hin 14 ára gamla Vanessa kennaranum Jacob Strane sem hefur lifað helmingi lengur en hún sjálf. Þau hefja samband sem á eftir að móta líf hennar það sem eftir er. Þegar metoo byltingin skekur heiminn árið 2017 og fjöldi kvenna stíga fram, fylgist Vanessa með heimsmynd Jacob Strane hrynja og neyðist í kjölfarið til að horfast í a...