Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Langelstur á bókasafninu

Forsíða bókarinnar

Ætli draugar þurfi að tannbursta sig? hugsar Eyja en hristir svo höfuðið. Rögnvaldur er ekki draugur. Hann er bara með henni í anda, svona vinur sem hún getur hitt í huganum, hvenær sem hún saknar hans. Langelstur á bókasafninu er allt í senn lestrardagbók, þrautabók, litabók og bráðfyndin skáldsaga.

Sögurnar um bestu vinina Eyju og Rögnvald hafa slegið í gegn og heillað unga sem aldna. Nú hittum við þau loks aftur í nýrri bók, í þetta sinn á bókasafninu þar sem vinirnir spjalla um lífið, tilveruna og það allra besta: bækur!

Langelstur á bókasafninu er allt í senn lestrardagbók, þrautabók, litabók og bráðfyndin skáldsaga eftir verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.

„Bergrún Íris er alltaf að toppa sig í frábærum hugmyndum!“

Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafnsfræðingur

„(Lang)skemmtilegasta bókin! Fjórar stjörnur.“

Fréttablaðið um Langelstur í bekknum

„Bergrún nálgast þetta erfiða viðfangsefni af næmni, hreinskilni og virðingu fyrir lesendum sínum. Fimm stjörnur.“

Lestrarklefinn um Langelstur að eilífu